Undir styrkri stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur leika þau Edda Björgvins og Laddi nú saman á ný en þau gerðu garðinn frægan í metsölumyndinni Stella í orlofi. Nú stíga saman þau á svið í fyrsta leikverkinu sem sett er upp í Gamla bíói eftir að það er nú opnað að nýju.
Hinrik og Lísa eru miðaldra hjón sem hafa verið gift í tuttugu og fimm ár. Ástareldurinn hefur kulnað, aukakílóin virðast komin til að vera á meðan hárin hverfa eða birtast á nýjum og óspennandi stöðum. Kynlífið er komið á endastöð en til að fá hjólin til að snúast aftur sannfærir Lísa Hinrik um að eyða með sér helgi á hóteli til að blása nýjum glæðum í hjónabandið. En þegar Lísa fer að draga Hinrik á tálar er eitt og annað sem dregst fram í dagsljósið og um leið og fötunum fækkar hverfa hömlurnar og átökin magnast.
Leikhúsmógullinn kynnir sprenghlægilegt og kraftmikið verk um hjón sem fara í galið ferðalag um myrkustu kima hjónabandsins til að freysta þess að finna ástina á ný.
↧
Hjónabandssæla
↧
Litla og stóra skrímslið í leikhúsinu
Ævintýri litla skrímslisins og stóra skrímslisins og innileg samskipti þeirra láta engan ósnortinn. Skrímslin tvö hafa eignast ótal aðdáendur en bækurnar um þau hafa komið út víðsvegar um heiminn, hlotið lofsamlega dóma og fjölda verðlauna. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra.
Litla skrímslið og stóra skrímslið stíga nú í fyrsta sinn á leiksvið, en leikritið byggist á fyrstu bókunum og þar reynir vissulega á vináttu og hugrekki þeirra félaga.
Litla skrímslið og stóra skrímslið eru ólíkar persónur og virðast ekki eiga margt sameiginlegt. En undir svörtum og loðnum feldunum titra viðkvæm hjörtu sem þrátt fyrir allt slá í takt. Lítil skrímsli þurfa stundum að hrópa hátt svo í þeim heyrist og stór skrímsli geta verið lítil í sér. Þó að stundum slettist upp á vinskapinn kunna skrímslin að snúa bökum saman þegar á reynir eins og sannir vinir gera.
Áslaug Jónsdóttir skrifar nú sitt þriðja leikrit fyrir Kúluna en fyrri leikrit hennar, Gott kvöld og Sindri silfurfiskur, hafa glatt fjölmörg hjörtu. Gott kvöld hlaut á sínum tíma Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins og Sindra silfurfiski var boðið á Bibu barnaleiklistarhátíðina í Lundi og á alþjóðlega barnaleiklistarhátíð Assitej í Malmö á liðnu vori.
↧
↧
Heimsljós
↧
Galdrakarlinn í Oz
Galdrakarlinn í OzÆvintýri í öllum regnbogans litum
Galdrakarlinn í Oz er einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Sígilt ævintýri um Dóróteu sem leggur upp í langferð til Gimsteinaborgarinnar handan regnbogans.
Raunveruleikinn er grár og tilbreytingarlaus, fólk vinnur mikið og brosir sjaldan í Kansas þar sem Dóratea býr hjá frænku sinni og frænda. Hún þráir eitthvað annað, stórkostlegra og ævintýralegra, hana dreymir um landið handan regnbogans. Dag nokkurn gerir ofsaverður og hvirfilbylur feykir henni til ævintýralandsins Oz þar sem allt getur gerst. Dórótea er þó ekki fyrr komin en hún uppgötvar að hana langar aftur heim. Aðeins Galdrakarlinn í Gimsteinaborg getur hjálpa henni þangað. Á leið sinni til hans eignast hún þrjá vini, fuglahræðuna sem hefur engan heila, ljónið sem skortir hugrekki og tinkarlinn sem vantar hjarta. Saman lenda þau í ótal ævintýrum þar sem við sögu koma góða Norðan nornin, vonda Austannornin og urmull af vættum og kynjaverum; valmúa, sjónfólk, landsfeður, krútt, pússarar, töffarar, vinkar, draugar og fl.
Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz er í tölu frægustu og útbreiddustu barnabóka heims. Höfundurinn Frank Baum (1856-1919) skrifaði fjölda bóka um landið Oz og íbúa þess.
↧
Töfrahurð: Vínartónleikar
↧
↧
Fanný og Alexander
Jólasýningin 2011Árið er 1907 og jólunum er fagnað hjá Ekdahl-stórfjölskyldunni. Þar er dansað, leikið og sungið. Fjölskyldan er langt frá því að vera fullkomin en hún er lifandi, ástríðufull og litrík sérstaklega í augum barnanna Fannýjar og Alexanders. Þau alast upp í hlýjum faðmi ástríkra foreldra, Emilíu og Óskars, þar sem gleði, frelsi og umburðarlyndi ráða ríkjum.Dag einn umturnast veröld barnanna þegar faðirinn fellur óvænt frá. Í sorg sinni leitar Emilía stuðnings Edvards biskups sem áður en langt um líður ber upp bón- orð við ekkjuna. Fljótlega vaknar hún upp við þann vonda draum að heimili biskups reynist ekki það skjól sem hún þráði.
Einn fremsti kvikmyndaleikstjóri heims, Ingmar Bergman (19182007) vann upphaflega að þessari ógleymanlegu fjölskyldusögu í framhaldsþáttum fyrir sjónvarp en stytti síðan í kvikmynd árið 1982. Myndin var kveðjumynd hans og þakklæti til leikhússins þar sem andi Hamlets svífur yfir vötnum með afturgöngum og týndri föðurímynd. Myndin hlaut fern Óskarsverðlaun sem er fáheyrt fyrir mynd sem ekki er á ensku.Heimsfrumsýning leikritsins var í Þjóðleikhúsi Norðmanna í Ósló í desember 2009 og er uppfærslan þegar orðin sú vinsælasta í sögu leikhússins. Verkið hefur einnig notið ómældra vinsælda í Finnlandi og Danmörku og er væntanleg á fjalir virtra leikhúsa víða um heim.
↧
Litla og stóra skrímslið í leikhúsinu
Ævintýri litla skrímslisins og stóra skrímslisins og innileg samskipti þeirra láta engan ósnortinn. Skrímslin tvö hafa eignast ótal aðdáendur en bækurnar um þau hafa komið út víðsvegar um heiminn, hlotið lofsamlega dóma og fjölda verðlauna. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra.
Litla skrímslið og stóra skrímslið stíga nú í fyrsta sinn á leiksvið, en leikritið byggist á fyrstu bókunum og þar reynir vissulega á vináttu og hugrekki þeirra félaga.
Litla skrímslið og stóra skrímslið eru ólíkar persónur og virðast ekki eiga margt sameiginlegt. En undir svörtum og loðnum feldunum titra viðkvæm hjörtu sem þrátt fyrir allt slá í takt. Lítil skrímsli þurfa stundum að hrópa hátt svo í þeim heyrist og stór skrímsli geta verið lítil í sér. Þó að stundum slettist upp á vinskapinn kunna skrímslin að snúa bökum saman þegar á reynir eins og sannir vinir gera.
Áslaug Jónsdóttir skrifar nú sitt þriðja leikrit fyrir Kúluna en fyrri leikrit hennar, Gott kvöld og Sindri silfurfiskur, hafa glatt fjölmörg hjörtu. Gott kvöld hlaut á sínum tíma Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins og Sindra silfurfiski var boðið á Bibu barnaleiklistarhátíðina í Lundi og á alþjóðlega barnaleiklistarhátíð Assitej í Malmö á liðnu vori.
↧
Fanný og Alexander
Jólasýningin 2011Árið er 1907 og jólunum er fagnað hjá Ekdahl-stórfjölskyldunni. Þar er dansað, leikið og sungið. Fjölskyldan er langt frá því að vera fullkomin en hún er lifandi, ástríðufull og litrík sérstaklega í augum barnanna Fannýjar og Alexanders. Þau alast upp í hlýjum faðmi ástríkra foreldra, Emilíu og Óskars, þar sem gleði, frelsi og umburðarlyndi ráða ríkjum.Dag einn umturnast veröld barnanna þegar faðirinn fellur óvænt frá. Í sorg sinni leitar Emilía stuðnings Edvards biskups sem áður en langt um líður ber upp bón- orð við ekkjuna. Fljótlega vaknar hún upp við þann vonda draum að heimili biskups reynist ekki það skjól sem hún þráði.
Einn fremsti kvikmyndaleikstjóri heims, Ingmar Bergman (19182007) vann upphaflega að þessari ógleymanlegu fjölskyldusögu í framhaldsþáttum fyrir sjónvarp en stytti síðan í kvikmynd árið 1982. Myndin var kveðjumynd hans og þakklæti til leikhússins þar sem andi Hamlets svífur yfir vötnum með afturgöngum og týndri föðurímynd. Myndin hlaut fern Óskarsverðlaun sem er fáheyrt fyrir mynd sem ekki er á ensku.Heimsfrumsýning leikritsins var í Þjóðleikhúsi Norðmanna í Ósló í desember 2009 og er uppfærslan þegar orðin sú vinsælasta í sögu leikhússins. Verkið hefur einnig notið ómældra vinsælda í Finnlandi og Danmörku og er væntanleg á fjalir virtra leikhúsa víða um heim.
↧
Fanný og Alexander
Jólasýningin 2011Árið er 1907 og jólunum er fagnað hjá Ekdahl-stórfjölskyldunni. Þar er dansað, leikið og sungið. Fjölskyldan er langt frá því að vera fullkomin en hún er lifandi, ástríðufull og litrík sérstaklega í augum barnanna Fannýjar og Alexanders. Þau alast upp í hlýjum faðmi ástríkra foreldra, Emilíu og Óskars, þar sem gleði, frelsi og umburðarlyndi ráða ríkjum.Dag einn umturnast veröld barnanna þegar faðirinn fellur óvænt frá. Í sorg sinni leitar Emilía stuðnings Edvards biskups sem áður en langt um líður ber upp bón- orð við ekkjuna. Fljótlega vaknar hún upp við þann vonda draum að heimili biskups reynist ekki það skjól sem hún þráði.
Einn fremsti kvikmyndaleikstjóri heims, Ingmar Bergman (19182007) vann upphaflega að þessari ógleymanlegu fjölskyldusögu í framhaldsþáttum fyrir sjónvarp en stytti síðan í kvikmynd árið 1982. Myndin var kveðjumynd hans og þakklæti til leikhússins þar sem andi Hamlets svífur yfir vötnum með afturgöngum og týndri föðurímynd. Myndin hlaut fern Óskarsverðlaun sem er fáheyrt fyrir mynd sem ekki er á ensku.Heimsfrumsýning leikritsins var í Þjóðleikhúsi Norðmanna í Ósló í desember 2009 og er uppfærslan þegar orðin sú vinsælasta í sögu leikhússins. Verkið hefur einnig notið ómældra vinsælda í Finnlandi og Danmörku og er væntanleg á fjalir virtra leikhúsa víða um heim.
↧
↧
Galdrakarlinn í Oz
Galdrakarlinn í OzÆvintýri í öllum regnbogans litum
Galdrakarlinn í Oz er einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Sígilt ævintýri um Dóróteu sem leggur upp í langferð til Gimsteinaborgarinnar handan regnbogans.
Raunveruleikinn er grár og tilbreytingarlaus, fólk vinnur mikið og brosir sjaldan í Kansas þar sem Dóratea býr hjá frænku sinni og frænda. Hún þráir eitthvað annað, stórkostlegra og ævintýralegra, hana dreymir um landið handan regnbogans. Dag nokkurn gerir ofsaverður og hvirfilbylur feykir henni til ævintýralandsins Oz þar sem allt getur gerst. Dórótea er þó ekki fyrr komin en hún uppgötvar að hana langar aftur heim. Aðeins Galdrakarlinn í Gimsteinaborg getur hjálpa henni þangað. Á leið sinni til hans eignast hún þrjá vini, fuglahræðuna sem hefur engan heila, ljónið sem skortir hugrekki og tinkarlinn sem vantar hjarta. Saman lenda þau í ótal ævintýrum þar sem við sögu koma góða Norðan nornin, vonda Austannornin og urmull af vættum og kynjaverum; valmúa, sjónfólk, landsfeður, krútt, pússarar, töffarar, vinkar, draugar og fl.
Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz er í tölu frægustu og útbreiddustu barnabóka heims. Höfundurinn Frank Baum (1856-1919) skrifaði fjölda bóka um landið Oz og íbúa þess.
↧
Heimsljós
Heimsljóseftir Halldór Laxness í leikgerð Kjartans Ragnarssonar
...þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu.
Ein ástsælasta saga Nóbelsskáldsins í nýrri leikgerð. Heillandi verk um fegurðarþrána, veraldlega fátækt og andleg auðæfi.
Kjartan Ragnarsson hefur áður skapað leikverk upp úr skáldsögum Halldórs Laxness með frábærum árangri, en margir muna áhrifamikla uppsetningu hans á Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu árið 1999 og leikgerðir hans af völdum hlutum Heimsljóss sem voru frumsýndar við opnun Borgarleikhússins árið 1989, Ljós heimsins og Höll sumarlandsins. Jólasýning Þjóðleikhússins verður uppsetning Kjartans á nýrri leikgerð sem hann hefur gert af Heimsljósi en henni til grundvallar liggur skáldsagan í heild sinni.
Heimsljós, sem kom út í fjórum hlutum á árunum 1937 til 1940, er saga fátæka alþýðuskáldsins Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Í æsku er hann niðursetningur á bænum Fæti undir Fótarfæti en síðar flytur hann til þorpsins Sviðinsvíkur. Alla ævi er hann fátækur, smáður og utanveltu. En engu að síður er skáldið tilfinníng heimsins, og það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt.
Heimsljós er margslungið verk. Það er ljóðrænt verk um sálarlíf skáldsins sem þrátt fyrir samúð með meðbræðrum sínum stendur utan við umhverfi sitt, gagntekið þrá eftir einhverju háleitara og æðra en hversdagsleiki brauðstritsins hefur upp á að bjóða. En jafnframt er það samfélagsleg saga um fátækt, kúgun, stéttaátök og drauma um fegurra mannlíf og réttlátara þjóðfélag.
Í sýningunni munu þeir Hilmir Snær Guðnason og Björn Thors túlka persónu Ljósvíkingsins samtímis.
Leikgerð og leikstjórn: Kjartan RagnarssonLeikmynd: Gretar Reynisson
Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Björn Thors, Arnar Jónsson, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Pálmi Gestsson, Stefán Hallur Stefánsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Ævar Þór Benediktsson
Frumsýning á Stóra sviðinu 26. desember.
↧
Lífsdagbók ástarskálds
Lífsdagbók ástarskáldsins Páls Ólafssonar
Þórarinn Hjartarsson segir og syngur Lífsdagbók Páls í þessar hugljúfu sýningu. Skáldið Páll Ólafsson hefur fyrir löngu unnið hug og hjörtu ljóðelskra Íslendinga með sínum einstaklega vel ortu ljóðum um ástina, fuglana og það sem fallegast er og best í íslenskri náttúru. Þórarinn Hjartarsson hefur tekið þessi ljóð og raðað þeim saman í þannig að þau segja einstaka sögu Páls og þrá hans eftir stúlkunni sem hann elskar.
Flestir Íslendinga þekkja einhver ljóða Páls Ólafssonr - eða er til það íslenskt mannsbarn komið til vits sem ekki hefur heyrt Lóan er komin að kveða burt sjóinn? Í þessari nýju sýningu Þórarins verða frumflutt þrjú ný lög sem sérstaklega voru samin af þessu tilefni. Eitt þeirra er undurfallegt lag eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson við Heiðlóukvæði Páls.
Páll ÓLafsson var bóndi og skáld austur á Héraði sem orti mikið og af knýjandi þörf. Ljóð Páls eru oft í ætt við dagbókarfærslur, stuttar stöðulýsingar ýmsit um innra líf hans eða ytri hagi. Sjálfur skrifaði hann: "Mín ljóð eru minn innri maður en engin uppgerðarpóesí." Þegar þeim er raðað í tímaröð segja þau ævisögu. Eitt efni glímir hann við meira en önnur, ástina, og í dagskrá okkar hér er hún mjög í brennidepli.
↧
Valgeir Guðjónsson
Valgeir Guðjónsson
22 janúar í Eldborg
Það verður kátt á hjalla þegar Valgeir Guðjónsson fagnar fylltum sjötta tugi æviskeiðs með gömlum, góðum og valinkunnum vildarvinum í Eldborg.Rifjaðar verða upp drýgðar dáðir og syndir undir formerkjum Spilverks þjóðanna, Stuðmanna, Hrekkjusvína, Jollí og Kóla og tónlistar sem Valgeir hefur lagt í íslenska menningararfinn í eigin nafni.
↧
↧
Litla og stóra skrímslið í leikhúsinu
Ævintýri litla skrímslisins og stóra skrímslisins og innileg samskipti þeirra láta engan ósnortinn. Skrímslin tvö hafa eignast ótal aðdáendur en bækurnar um þau hafa komið út víðsvegar um heiminn, hlotið lofsamlega dóma og fjölda verðlauna. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra.
Litla skrímslið og stóra skrímslið stíga nú í fyrsta sinn á leiksvið, en leikritið byggist á fyrstu bókunum og þar reynir vissulega á vináttu og hugrekki þeirra félaga.
Litla skrímslið og stóra skrímslið eru ólíkar persónur og virðast ekki eiga margt sameiginlegt. En undir svörtum og loðnum feldunum titra viðkvæm hjörtu sem þrátt fyrir allt slá í takt. Lítil skrímsli þurfa stundum að hrópa hátt svo í þeim heyrist og stór skrímsli geta verið lítil í sér. Þó að stundum slettist upp á vinskapinn kunna skrímslin að snúa bökum saman þegar á reynir eins og sannir vinir gera.
Áslaug Jónsdóttir skrifar nú sitt þriðja leikrit fyrir Kúluna en fyrri leikrit hennar, Gott kvöld og Sindri silfurfiskur, hafa glatt fjölmörg hjörtu. Gott kvöld hlaut á sínum tíma Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins og Sindra silfurfiski var boðið á Bibu barnaleiklistarhátíðina í Lundi og á alþjóðlega barnaleiklistarhátíð Assitej í Malmö á liðnu vori.
↧
Eivør
Eivör eins og hún er best! Berfætt með gítarinn.
↧
Axlar Björn
"Nú eru sólarlitlir dagar, bræður!"
Í Axlar-Birni er sögð saga eins kaldrifjaðasta morðingja Íslandssögunnar. Móðir hans var sólgin í mannablóð þegar hún gekk með hann og faðir hans blóðgaði sig reglulega til að svala þorsta eiginkonu sinnar. Því má segja að óhugnaðurinn í eðli Axlar-Björns hafi hafist þegar í móðurkviði.
Axlar-Björn myrti átján manns áður en upp um hann komst. Fyrsta fórnarlambið dysjaði hann í flórnum á Knerri en hinum sökkti hann í Ígultjörn. Axlar-Björn var á endanum tekinn höndum og þau Steinunn, kona hans, dæmd til dauða á Laugarbrekkuþingi árið 1596. Brotið skyldi í Birni hvert bein og þau Steinunn síðan bæði hálshöggvin.
Axlar-Björn rekur öðrum þræði sögu þessa ógnvekjandi morðingja en veltir einnig upp sígildum spurningum um þá brenglun sem leiðir til óhæfuverka.
Björn Hlynur Haraldsson (1974) hefur getið sér gott orð bæði sem höfundur og leikstjóri, hann skrifaði t.a.m. leikritið Dubbeldusch auk þess að skrifa leikgerð Faust og Húsmóðurina ásamt félögum sínum í Vesturporti. Kjartan Sveinsson (1978) úr Sigurrós undirstrikar óhugnaðinn með tónlist og hljóðmynd.
↧
Litla og stóra skrímslið í leikhúsinu
Ævintýri litla skrímslisins og stóra skrímslisins og innileg samskipti þeirra láta engan ósnortinn. Skrímslin tvö hafa eignast ótal aðdáendur en bækurnar um þau hafa komið út víðsvegar um heiminn, hlotið lofsamlega dóma og fjölda verðlauna. Ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra.
Litla skrímslið og stóra skrímslið stíga nú í fyrsta sinn á leiksvið, en leikritið byggist á fyrstu bókunum og þar reynir vissulega á vináttu og hugrekki þeirra félaga.
Litla skrímslið og stóra skrímslið eru ólíkar persónur og virðast ekki eiga margt sameiginlegt. En undir svörtum og loðnum feldunum titra viðkvæm hjörtu sem þrátt fyrir allt slá í takt. Lítil skrímsli þurfa stundum að hrópa hátt svo í þeim heyrist og stór skrímsli geta verið lítil í sér. Þó að stundum slettist upp á vinskapinn kunna skrímslin að snúa bökum saman þegar á reynir eins og sannir vinir gera.
Áslaug Jónsdóttir skrifar nú sitt þriðja leikrit fyrir Kúluna en fyrri leikrit hennar, Gott kvöld og Sindri silfurfiskur, hafa glatt fjölmörg hjörtu. Gott kvöld hlaut á sínum tíma Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins og Sindra silfurfiski var boðið á Bibu barnaleiklistarhátíðina í Lundi og á alþjóðlega barnaleiklistarhátíð Assitej í Malmö á liðnu vori.
↧
↧
Axlar Björn
"Nú eru sólarlitlir dagar, bræður!"
Í Axlar-Birni er sögð saga eins kaldrifjaðasta morðingja Íslandssögunnar. Móðir hans var sólgin í mannablóð þegar hún gekk með hann og faðir hans blóðgaði sig reglulega til að svala þorsta eiginkonu sinnar. Því má segja að óhugnaðurinn í eðli Axlar-Björns hafi hafist þegar í móðurkviði.
Axlar-Björn myrti átján manns áður en upp um hann komst. Fyrsta fórnarlambið dysjaði hann í flórnum á Knerri en hinum sökkti hann í Ígultjörn. Axlar-Björn var á endanum tekinn höndum og þau Steinunn, kona hans, dæmd til dauða á Laugarbrekkuþingi árið 1596. Brotið skyldi í Birni hvert bein og þau Steinunn síðan bæði hálshöggvin.
Axlar-Björn rekur öðrum þræði sögu þessa ógnvekjandi morðingja en veltir einnig upp sígildum spurningum um þá brenglun sem leiðir til óhæfuverka.
Björn Hlynur Haraldsson (1974) hefur getið sér gott orð bæði sem höfundur og leikstjóri, hann skrifaði t.a.m. leikritið Dubbeldusch auk þess að skrifa leikgerð Faust og Húsmóðurina ásamt félögum sínum í Vesturporti. Kjartan Sveinsson (1978) úr Sigurrós undirstrikar óhugnaðinn með tónlist og hljóðmynd.
↧
Fanný og Alexander
Jólasýningin 2011Árið er 1907 og jólunum er fagnað hjá Ekdahl-stórfjölskyldunni. Þar er dansað, leikið og sungið. Fjölskyldan er langt frá því að vera fullkomin en hún er lifandi, ástríðufull og litrík sérstaklega í augum barnanna Fannýjar og Alexanders. Þau alast upp í hlýjum faðmi ástríkra foreldra, Emilíu og Óskars, þar sem gleði, frelsi og umburðarlyndi ráða ríkjum.Dag einn umturnast veröld barnanna þegar faðirinn fellur óvænt frá. Í sorg sinni leitar Emilía stuðnings Edvards biskups sem áður en langt um líður ber upp bón- orð við ekkjuna. Fljótlega vaknar hún upp við þann vonda draum að heimili biskups reynist ekki það skjól sem hún þráði.
Einn fremsti kvikmyndaleikstjóri heims, Ingmar Bergman (19182007) vann upphaflega að þessari ógleymanlegu fjölskyldusögu í framhaldsþáttum fyrir sjónvarp en stytti síðan í kvikmynd árið 1982. Myndin var kveðjumynd hans og þakklæti til leikhússins þar sem andi Hamlets svífur yfir vötnum með afturgöngum og týndri föðurímynd. Myndin hlaut fern Óskarsverðlaun sem er fáheyrt fyrir mynd sem ekki er á ensku.Heimsfrumsýning leikritsins var í Þjóðleikhúsi Norðmanna í Ósló í desember 2009 og er uppfærslan þegar orðin sú vinsælasta í sögu leikhússins. Verkið hefur einnig notið ómældra vinsælda í Finnlandi og Danmörku og er væntanleg á fjalir virtra leikhúsa víða um heim.
↧
Uppistand - Mið-Ísland
Mið-Ísland snýr aftur í Þjóðleikhúskjallarann í janúar til að bjarga ykkur frá kuldanum, myrkrinu og slyddunni. Í boði verður rúmlega tveggja klukkustunda skotheld hláturtaugadagskrá með meðlimum hópsins þeim Ara Eldjárn, Bergi Ebba, Jóhanni Alfreð og Dóra DNA ásamt Birni Braga og góðum gestum. Tryggið ykkur miða tímanlega því uppselt hefur verið á hverja einustu Mið-Ísland sýningu sem haldin hefur verið í Þjóðleikhúskjallaranum frá upphafi. Sýningarnar verða aðeins tvær, 25. og 26. janúar.
Meðal fyrri gesta á uppistandskvöldum Mið-Íslands eru Anna Svava Knútsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Margrét Björnsdóttir, Erna Dís Eiríksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Þórhallur Þórhallsson, Saga Garðarsdóttir, Hugleikur Dagsson, Sólmundur Hólm, norski uppistandarinn Dag Sørås og sá finnski André Wickström sem gerði allt vitlaust á síðustu sýningu hópsins í desember.
Athugið að sýningar hefjast á slaginu 20:00 og fara fram miðvikudagskvöldið 25. janúar og fimmtudagskvöldið 26. janúar.
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
↧