Sinfóníuhljómsveit ÍslandsVínartónleikar
Stjórnandi: Willy Büchler Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir Lífleg og skemmtileg Vínartónlist úr ýmsum áttum, m.a. aríur úr Leðurblökunni eftir Johann Strauss og Dónárvalsinn sívinsæli.
Vinsælustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru hinir árlegu Vínartónleikar, og víst er að margir hlakka til að heyra hljómsveitina í léttu og leikandi formi í Hörpu í fyrsta sinn. Dansandi flöskutappar, freyðandi kampavín, fallegir kjólar, reisn og glæsileiki eru einkenni Vínartónlistarinnar sem mörgum þykir ómissandi í upphafi árs. Hljómsveitarstjórinn Willy Büchler er hér á heimavelli, enda aðalgestastjórnandi Strauss-hátíðarhljómsveitarinnar í Vínarborg. Sigrúnu Hjálmtýsdóttur er óþarft að kynna fyrir landsmönnum. Diddú hefur um áratuga skeið verið ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, sama hvort hún treður upp með Spilverki þjóðanna eða syngur aríur á óperusviði.
↧
Vínartónleikar
↧
Gyllti drekinn
Pínlegur hlátur með beisku eftirbragði
Á ósköp venjulegu kvöldi kynnumst við hópi fólks sem veit ekki að líf þess tengist með margslungnum hætti. Austurlenskur skyndibitastaður, Gyllti drekinn, einhvers staðar í Evrópu. Fyrir ofan veitingastaðinn býr gamall maður, hann á sér heita ósk sem enginn getur uppfyllt. Eigandi matvöruverslunar í sama húsi uppgötvar af tilviljun ábatasama en hryllilega hliðarstarfsemi. Ungu elskendurnir í þakíbúðinni verða fyrir því sem alls ekki má henda þau og í nágrenninu reynir húðlöt engispretta að þóknast maurnum svo hún frjósi ekki í hel.
Gyllti drekinn var valið besta leikritið í Þýskalandi árið 2010. Það segir sárar og skrítnar sögur af ólíkufólki. Tilfinningaþrungið gamanleikrit um grimmd okkar alþjóðavædda tíma.
Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikarar: Jörundur Ragnarsson, Dóra Jóhannsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Halldór Gylfason, Sigurður Skúlason
↧
↧
Nýdönsk í nánd
Nýdönsk mætir áhorfendum á nýjan hátt í návígi leikhússins. Í sveitinni eru góðir sagnamenn og nú lifna sögurnar við. Hér heyrir þú sögurnar á bak við lögin og textana, skandalana og stórsigrana. Hvers vegna hætti Daníel? Og af hverju byrjaði hann aftur? Er Hólm raunverulegt ættarnafn ólafs? Er Stefán hæsti gítarleikari í heimi?
áhorfendur taka virkan þátt í sögustundinni auk þess að berja augum fágæt myndskeið með aðstoð nýjustu tækni. En auðvitað er það fyrst og fremst tónlistin sem verður allt umvefjandi fram á nótt.
↧
Vínartónleikar
Sinfóníuhljómsveit ÍslandsVínartónleikar
Stjórnandi: Willy Büchler Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir Lífleg og skemmtileg Vínartónlist úr ýmsum áttum, m.a. aríur úr Leðurblökunni eftir Johann Strauss og Dónárvalsinn sívinsæli.
Vinsælustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru hinir árlegu Vínartónleikar, og víst er að margir hlakka til að heyra hljómsveitina í léttu og leikandi formi í Hörpu í fyrsta sinn. Dansandi flöskutappar, freyðandi kampavín, fallegir kjólar, reisn og glæsileiki eru einkenni Vínartónlistarinnar sem mörgum þykir ómissandi í upphafi árs. Hljómsveitarstjórinn Willy Büchler er hér á heimavelli, enda aðalgestastjórnandi Strauss-hátíðarhljómsveitarinnar í Vínarborg. Sigrúnu Hjálmtýsdóttur er óþarft að kynna fyrir landsmönnum. Diddú hefur um áratuga skeið verið ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, sama hvort hún treður upp með Spilverki þjóðanna eða syngur aríur á óperusviði.
↧
Pétur Wigelund Kristjánsson
Í minningu Péturs W. Kristjánssonar
Laugardaginn 7. janúar 2012 ætlum við að heiðra minningu eins mesta RISA íslenskrar rokksögu. Pétur Wigelund Kristjánsson hefði orðið sextugur þennan sama dag og ætlum við í samvinnu við ei...tt mesta stórskotalið íslenskrar tónlistar, hvort sem um er að ræða tónlistarmenn eða söngvara að halda æðisgengið kvöld til heiðurs Pétri.
Flutt verða lög frá löngum, litríkum og fjölbreyttum ferli Péturs.
Að tónleikunum loknum mun hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Gildran spila á dansleik.
ALLUR ágóði þessa kvölds fer í Minningarsjóð Péturs sem úthlutað verður úr á Múskiktilraunum á meðan sjóðnum endist fé, Pétur kom úr bílskúrshljómsveitum og með stofnun sjóðsins getum við haldið nafni hans á lofti hjá tónlistaræsku landsins.
Tryggið ykkur miða sem fyrst í eina mestu tónlistarveislu í langan tíma.
Söngvarar kvöldsins eru:Bjartmar GuðlaugssonBirgir HaraldssonElvar Örn FriðrikssonJóhann G. JóhannssonMagni ÁsgeirssonMatthías MatthíassonPáll RósinkranzRichard ScobieStefán HilmarssonSvenni Þór
Hljómsveitina skipa:Trommur: Ásmundur JóhannsonBassi: Jóhann ÁsmundssonHljómborð: Ingvar AlfreðssonGítar: Sigurgeir Sigmundsson Gítar: Davíð Sigurgeirsson
Gestagítarleikarar verða:Björgvin GíslasonGuðmundur JónssonBirgir Hrafnsson
Kynnir tónleikanna er hin geðþekki útvarpsmaður Þorgeir Ástvaldsson.
↧
↧
Steini, Pési og Gaur á Trommu
Steini Pési og Gaur á Trommu
Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson sem löngu eru orðnir landsþekktir fyrir sjónvarpsþætti sína og kvikmyndir slá nú saman í uppistandsveislu í Gamla bíói. Með þeim verður tónlistarmaðurinn Helgi Svavar Helgason sem mun halda taktinum gangandi á milli atriða og lífga upp á sýninguna með þokka sínum og persónutöfrum. Pétur og Þorsteinn hafa áður verið með uppistand saman. Fyrst komu þeir fram í Loftkastalanum fyrir 10 árum síðan og í framhaldi af því hafa þeir skemmt Íslendingum um land allt, bæði saman og hvor í sínu lagi. Uppistand þeirra fjallar um allt sem er fyndið, hvort sem það er kjánalegt, bjánalegt, ofurgáfulegt eða einfaldlega skemmtilegt.
Sýningin í Gamla bíói er uppistand í sinni einföldustu mynd og hentar öllum aldurshópum (nema ungum börnum). Hún er ætluð báðum kynjum, hópum og einmana lúðum, fólki utan af landi eða úr fjölbýlishúsi í borg og jafnvel karlmönnum sem ólust upp hjá einsæðri móður. Að hlæja innilega saman er takmark og tilgangur uppistandsins.
↧
Heimsljós
↧
Jarðskjálftar í London
Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir Jarðskjálfta í London eftir Mike Bartlett í leikstjórn Halldórs E. Laxness
Verkið var frumsýnt í National Theatre í London árið 2010 við frábærar undirtektir og var Bartlett í kjölfarið hampað sem ferskri rödd í bresku leikhúslífi. Sýningin er hressileg umfjöllun um það sem framtíðin ber í skauti sér og þær miklu hamfarir sem ganga yfir samfélög okkar í dag. Sögð er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og framförum nútímans á meðan faðir þeirra, heimsfrægur vísindamaður, boðar heimsendi. Burlesque fatafellur, martraðir, pólitísk spilling, mannfjöldasprengingar og allsherjar paranoia!
Í þessari mögnuðu rússíbanaferð þeytumst við um í tíma og rúmi frá 1968 til 2525 og aftur til baka. Ögrandi uppákomur, húmor og umfjöllunarefni sem á erindi við alla í dag. Sýningin fléttar saman tónlist, dans, og myndbandsverk sem á spennandi hátt fylla alla fleti leikhússins.
Verkið er nú sett upp í fyrsta sinn á Íslandi í nýrri þýðingu Heiðars Sumarliðasonar og leikstjórn Halldórs E. Laxness. Leikmynd og búningar eru hönnun Tinnu Ottesen og myndbönd fyrir verkið eru unnin af Brynju Björnsdóttur. Hljóðmynd er í höndum Georgs Kára Hilmarssonar, lýsingu annast Jóhann Friðrik Ágústsson og danshöfundur er Brogan Davison.
Nemendaleikhúsið í vetur skipa: Hjörtur Jóhann Jónsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Olga Sonja Thorarensen, Ólöf Haraldsdóttir, Pétur Ármannsson, Saga Garðarsdóttir, Sara Margrét Nordahl, Sigurður Þór Óskarsson, Snorri Engilbertsson og Tinna Sverrisdóttir.
Keyptir miðar eru afhentir í miðasölu Nemendaleikhúss milli kl 19:30 - 20:00 á sýningardögum.
↧
Hjónabandssæla
Undir styrkri stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur leika þau Edda Björgvins og Laddi nú saman á ný en þau gerðu garðinn frægan í metsölumyndinni Stella í orlofi. Nú stíga saman þau á svið í fyrsta leikverkinu sem sett er upp í Gamla bíói eftir að það er nú opnað að nýju.
Hinrik og Lísa eru miðaldra hjón sem hafa verið gift í tuttugu og fimm ár. Ástareldurinn hefur kulnað, aukakílóin virðast komin til að vera á meðan hárin hverfa eða birtast á nýjum og óspennandi stöðum. Kynlífið er komið á endastöð en til að fá hjólin til að snúast aftur sannfærir Lísa Hinrik um að eyða með sér helgi á hóteli til að blása nýjum glæðum í hjónabandið. En þegar Lísa fer að draga Hinrik á tálar er eitt og annað sem dregst fram í dagsljósið og um leið og fötunum fækkar hverfa hömlurnar og átökin magnast.
Leikhúsmógullinn kynnir sprenghlægilegt og kraftmikið verk um hjón sem fara í galið ferðalag um myrkustu kima hjónabandsins til að freysta þess að finna ástina á ný.
↧
↧
Nei ráðherra
Tveggja tíma hláturskast ... með hléi
Ýmsum óþrifnaði hefur ráðherrann ungi sópað undir teppi, atvinnulygarinn sjálfur, en þó aldrei dauðum manni og það á hótelherbergi með viðhaldinu sem er innsti koppur í búri stjórnarandstöðunnar. Það stóð Ýmislegt til í þessu hótelherbergi en ekki þetta! Hvað gera ráðherrar nú?
Þeir hringja auðvitað í strangheiðarlegan og vammlausan aðstoðarmann sinn sem lendir í skítverkunum eins og venjulega. Það þarf að sjá um viðhaldið, fela verksummerki, losna við líkið, bera fé í útsmoginn þjón og síðast en ekki síst að halda öllu leyndu fyrir afbrÝðisömum eiginmönnum og -konum.
Þessi drepfyndni gamanleikur kemur úr smiðju Ray Cooney konungs gaman- leikjanna. Hann er íslendingum að góðu kunnur en gamanleikirnir Með vífið í lúk unum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna millj ón? hafa allir notið vinsælda hér á landi.
Nei, ráðherra (Out of Order) hlaut hin eftirsóttu Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi þegar verkið var frumsÝnt. Verkið hefur slegið í gegn víða um heim en fer nú í fyrsta skipti á íslenskar leik- húsfjalir og verður flutt í íslenskri heimfærslu Gísla Rúnars Jónssonar en hann hefur matreitt og kryddað marga af bestu gamanleikjum seinni ára hérlendis, m.a. Fló á skinni og Sex í sveit.
↧
Galdrakarlinn í Oz
Galdrakarlinn í OzÆvintýri í öllum regnbogans litum
Galdrakarlinn í Oz er einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Sígilt ævintýri um Dóróteu sem leggur upp í langferð til Gimsteinaborgarinnar handan regnbogans.
Raunveruleikinn er grár og tilbreytingarlaus, fólk vinnur mikið og brosir sjaldan í Kansas þar sem Dóratea býr hjá frænku sinni og frænda. Hún þráir eitthvað annað, stórkostlegra og ævintýralegra, hana dreymir um landið handan regnbogans. Dag nokkurn gerir ofsaverður og hvirfilbylur feykir henni til ævintýralandsins Oz þar sem allt getur gerst. Dórótea er þó ekki fyrr komin en hún uppgötvar að hana langar aftur heim. Aðeins Galdrakarlinn í Gimsteinaborg getur hjálpa henni þangað. Á leið sinni til hans eignast hún þrjá vini, fuglahræðuna sem hefur engan heila, ljónið sem skortir hugrekki og tinkarlinn sem vantar hjarta. Saman lenda þau í ótal ævintýrum þar sem við sögu koma góða Norðan nornin, vonda Austannornin og urmull af vættum og kynjaverum; valmúa, sjónfólk, landsfeður, krútt, pússarar, töffarar, vinkar, draugar og fl.
Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz er í tölu frægustu og útbreiddustu barnabóka heims. Höfundurinn Frank Baum (1856-1919) skrifaði fjölda bóka um landið Oz og íbúa þess.
↧
Steini, Pési og Gaur á Trommu
Steini Pési og Gaur á Trommu
Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson sem löngu eru orðnir landsþekktir fyrir sjónvarpsþætti sína og kvikmyndir slá nú saman í uppistandsveislu í Gamla bíói. Með þeim verður tónlistarmaðurinn Helgi Svavar Helgason sem mun halda taktinum gangandi á milli atriða og lífga upp á sýninguna með þokka sínum og persónutöfrum. Pétur og Þorsteinn hafa áður verið með uppistand saman. Fyrst komu þeir fram í Loftkastalanum fyrir 10 árum síðan og í framhaldi af því hafa þeir skemmt Íslendingum um land allt, bæði saman og hvor í sínu lagi. Uppistand þeirra fjallar um allt sem er fyndið, hvort sem það er kjánalegt, bjánalegt, ofurgáfulegt eða einfaldlega skemmtilegt.
Sýningin í Gamla bíói er uppistand í sinni einföldustu mynd og hentar öllum aldurshópum (nema ungum börnum). Hún er ætluð báðum kynjum, hópum og einmana lúðum, fólki utan af landi eða úr fjölbýlishúsi í borg og jafnvel karlmönnum sem ólust upp hjá einsæðri móður. Að hlæja innilega saman er takmark og tilgangur uppistandsins.
↧
Nei ráðherra
Tveggja tíma hláturskast ... með hléi
Ýmsum óþrifnaði hefur ráðherrann ungi sópað undir teppi, atvinnulygarinn sjálfur, en þó aldrei dauðum manni og það á hótelherbergi með viðhaldinu sem er innsti koppur í búri stjórnarandstöðunnar. Það stóð Ýmislegt til í þessu hótelherbergi en ekki þetta! Hvað gera ráðherrar nú?
Þeir hringja auðvitað í strangheiðarlegan og vammlausan aðstoðarmann sinn sem lendir í skítverkunum eins og venjulega. Það þarf að sjá um viðhaldið, fela verksummerki, losna við líkið, bera fé í útsmoginn þjón og síðast en ekki síst að halda öllu leyndu fyrir afbrÝðisömum eiginmönnum og -konum.
Þessi drepfyndni gamanleikur kemur úr smiðju Ray Cooney konungs gaman- leikjanna. Hann er íslendingum að góðu kunnur en gamanleikirnir Með vífið í lúk unum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna millj ón? hafa allir notið vinsælda hér á landi.
Nei, ráðherra (Out of Order) hlaut hin eftirsóttu Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi þegar verkið var frumsÝnt. Verkið hefur slegið í gegn víða um heim en fer nú í fyrsta skipti á íslenskar leik- húsfjalir og verður flutt í íslenskri heimfærslu Gísla Rúnars Jónssonar en hann hefur matreitt og kryddað marga af bestu gamanleikjum seinni ára hérlendis, m.a. Fló á skinni og Sex í sveit.
↧
↧
Nýárstónleikar Salon Islandus
Hljómsveitin Salon Islandus fagnar nýju ári eins of henni einni er lagið með Sigrúnu Eðvaldsdóttur konsertmeistara og Þóru Einarsdóttur.Vínarsveifla og létt stemning.
↧
Jarðskjálftar í London
Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir Jarðskjálfta í London eftir Mike Bartlett í leikstjórn Halldórs E. Laxness
Verkið var frumsýnt í National Theatre í London árið 2010 við frábærar undirtektir og var Bartlett í kjölfarið hampað sem ferskri rödd í bresku leikhúslífi. Sýningin er hressileg umfjöllun um það sem framtíðin ber í skauti sér og þær miklu hamfarir sem ganga yfir samfélög okkar í dag. Sögð er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og framförum nútímans á meðan faðir þeirra, heimsfrægur vísindamaður, boðar heimsendi. Burlesque fatafellur, martraðir, pólitísk spilling, mannfjöldasprengingar og allsherjar paranoia!
Í þessari mögnuðu rússíbanaferð þeytumst við um í tíma og rúmi frá 1968 til 2525 og aftur til baka. Ögrandi uppákomur, húmor og umfjöllunarefni sem á erindi við alla í dag. Sýningin fléttar saman tónlist, dans, og myndbandsverk sem á spennandi hátt fylla alla fleti leikhússins.
Verkið er nú sett upp í fyrsta sinn á Íslandi í nýrri þýðingu Heiðars Sumarliðasonar og leikstjórn Halldórs E. Laxness. Leikmynd og búningar eru hönnun Tinnu Ottesen og myndbönd fyrir verkið eru unnin af Brynju Björnsdóttur. Hljóðmynd er í höndum Georgs Kára Hilmarssonar, lýsingu annast Jóhann Friðrik Ágústsson og danshöfundur er Brogan Davison.
Nemendaleikhúsið í vetur skipa: Hjörtur Jóhann Jónsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Olga Sonja Thorarensen, Ólöf Haraldsdóttir, Pétur Ármannsson, Saga Garðarsdóttir, Sara Margrét Nordahl, Sigurður Þór Óskarsson, Snorri Engilbertsson og Tinna Sverrisdóttir.
Keyptir miðar eru afhentir í miðasölu Nemendaleikhúss milli kl 19:30 - 20:00 á sýningardögum.
↧
Nýdönsk í nánd
Nýdönsk mætir áhorfendum á nýjan hátt í návígi leikhússins. Í sveitinni eru góðir sagnamenn og nú lifna sögurnar við. Hér heyrir þú sögurnar á bak við lögin og textana, skandalana og stórsigrana. Hvers vegna hætti Daníel? Og af hverju byrjaði hann aftur? Er Hólm raunverulegt ættarnafn ólafs? Er Stefán hæsti gítarleikari í heimi?
áhorfendur taka virkan þátt í sögustundinni auk þess að berja augum fágæt myndskeið með aðstoð nýjustu tækni. En auðvitað er það fyrst og fremst tónlistin sem verður allt umvefjandi fram á nótt.
↧
Judy Garland
Judy Garland var ein frægasta söng- og leikkona síðustu aldar. Hún hóf feril sinn aðeins tveggja og hálfs árs gömul og lifði fyrir skemmtanabransann og aðdáendur sína. Hún lék í fjölda kvikmynda, kom fram í sjónvarpsþáttum og á tónleikum og sendi frá sér hljómplötur. All my songs tell my life story sagði Judy í viðtali og hér er saga þessarar vinsælu listakonu sögð í gegnum tónlistina sem hún flutti. Lára Sveinsdóttir leik- og söngkona mun ásamt Djasshljómsveit Úlfs Eldjárns flytja ýmis vinsæl lög Judy Garland og leiða áhorfendur inn í stormasamt líf hennar.
↧
↧
Hreinsun
Því að sá sem semur sig að þeim sem hafa völdin mun búa við öryggi
Áleitið og óvægið skáldverk sem vakið hefur mikið umtal. Í senn saga um baráttu kúgaðra og niðurlægðra einstaklinga og reynslu heillar þjóðar af harðstjórn og ófrelsi.
Hreinsun er meðal umtöluðustu skáldverka undanfarinna ára. Leikritið var frumflutt í finnska Þjóðleikhúsinu árið 2007 og í kjölfarið skrifaði höfundurinn skáldsögu upp úr efni þess sem farið hefur líkt og eldur í sinu um Evrópu, víða orðið metsölubók og sankað að sér verðlaunum. Oksanen hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Hreinsun á liðnu ári. Skáldsagan kom út hjá Máli og menningu í fyrra og hefur notið mikillar hylli íslenskra lesenda.
Leikritið hefst stuttu eftir að Eistland öðlast sjálfstæði á tíunda áratug liðinnar aldar. Á litlum eistneskum sveitabæ býr gömul kona, Aliide, safnar jurtum og sultar ber, líkt og gert hefur verið kynslóð fram af kynslóð í þessari sveit. Einn morguninn finnur hún unga ókunna stúlku, Zöru, í garðinum hjá sér illa til reika og á flótta. Þessar tvær konur, sem virðast ekki þekkjast, búa báðar yfir leyndarmálum sem þær vilja ekki ljóstra upp um en smám saman kemur í ljós að leyndir þræðir tengja örlög þeirra saman. Þessi óvænta heimsókn neyðir eldri konuna, Aliide, til að takast á við sársaukafulla hluti úr fortíð sinni og fortíð þjóðar sinnar og hverfa aftur til þess tíma þegar hún var ung og ástfangin, og kommúnistar hertóku landið. En um leið og fortíðin herjar á Aliide eru miskunnarlausir kúgarar Zöru á hælum hennar.
Hreinsun er einstaklega áhrifamikið verk um ást, grimmd og svik, og örvæntingarfulla baráttu manneskjunnar fyrir því að lifa af ofbeldi og niðurlægingu og verða heil að nýju.
Þjóðleikhúsið býður Margréti Helgu Jóhannsdóttur velkomna á svið eftir áratuga farsælan feril hennar hjá Leikfélagi Reykjavíkur.
Leikstjórn: Stefán JónssonLeikarar: Margrét Helga Jóhannsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Þorsteinn Bachmann, Pálmi Gestsson, Ólafur Egill Egilsson
Frumsýning á Stóra sviðinu 20. október.
↧
Blótgoðar
Bráðskemmtilegur einleikur Þórs Tulinius á Sögulofti Landnámasseturs. Þór bregður upp skemmtilegum myndum af því sem hefði getað farið fram á Alþingi dagana fyrir og eftir að ákveðið var að taka upp kristni á Íslandi. Ástandið var vægast sagt magnað þar sem fylkingar stóðu gráar fyrir járnum hverjar gegn annari tilbúnar að berjast. Þór tekur á sig hlutverk manna í báðum fylkingum og leikur léttilega fjölda þekktra persóna úr sögunni. Þarna stíga á stokk Þorgeir ljósvetningagoði, Síðu Hallur og Snorri goðið en einnig kynnumst við litríkum karakterum sem ekki þótti ástæða að nefna í hinum knappa texta sögunnar en voru án efa staddir á Þingvöllum þessa örlagaríku daga.
Sýningin hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda Víðsjár, Skessuhornsins og Fréttablaðsins: Elísabet Brekkan gaf henni 4 stjörnur í Fréttablaðinu og segir ma. Hvort sem það er trúverðugt eður ei þá var útfærslan skemmtileg og áhorfendur dilluðu sér af hlátri. Niðurstaða: Þór nýtur sín í þessu hlutverki og er alveg óhætt að mæla með enn einu fræðandi og skemmtilegu stefnumóti við forna kappa uppi í Borgarnesi.
↧
Póker
Leikhópurinn Fullt Hús kynnir Póker eftir Patrick Marber Leikverkið er svört kómedía sem kafar í heim karlmennsku, valdatafls, pókerspilamennsku, keppnisanda, fíknar og kennir öllum að þú skalt ávallt spila með andstæðinginn en ekki spilin sjálf sama hvað er í hvað er í húfi. Þetta er bráðskemmtilegt verk sem samsvarar mjög vel því sem er að gerast í samfélaginu í dag. Leikritið hefur farið sigurförum um allt Bretland og Bandaríkin og unnið til margra verðlauna. T.d. Besta West End leikritið valið af samtökum leikskálda árið 1995 og var einnig valinn besti gamanleikurinn sama ár af Evening Standard. Leikstjóri: Valdimar Örn Flygenring Leikarar: Jón Stefán Sigurðsson , Ellert A. Ingimundarson, Þorsteinn Gunnar Bjarnason, Magnús Guðmundsson, Finnbogi Þorkell Jónsson, Ingi Hrafn Hilmarsson. Framleiðandi: Vala ÓmarsdóttirLjósahönnun: Björn Elvar SigmarssonHljóðmynd: Ásta Kristín Guðrúnardóttir Leikmynd: Svanur Þór BjarnasonTæknistjórn: Hinrik Þór SvavarssonSýningarstjóri: Ólöf Hugrún ValdimarsdóttirLagaval: Arnar Snær Davíðsson Höfundur verks: Patrick MarberÞýðandi: Jón Stefán Sigurðsson
↧