Hringferð Frostrósa um landið
Hringferð Frostrósa um landið verður viðameiri en nokkru sinni fyrr í tilefni 10 ára afmælisins. Glæsilegir jólatónleikar Frostrósa verða að vanda settir upp í hátíðlegri og veglegri umgjörð um land allt. Tónleikastaðir verða 13 talsins og nú geta allir landsmenn sótt jólatónleika Frostrósa í heimabyggð eða næsta nágrenni.
Flytjendur í Hringferð Frostrósa um landið eru: Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Hera Björk, Margrét Eir og Vala Guðna. Með þeim syngja barna- og unglingakórar og félagar úr Stórhljómsveit Frostrósa leika undir stjórn Karls O. Olgeirssonar.
Frostrósir fljúga hringinn kringum landið og færa landsmönnum jólin 29. nóvember til 21. desember.
Tónleikastaðir: Ólafsvík 29. nóvember nánari upplýsingarAkranes 30. nóvember nánari upplýsingarReykjanesbær 2. desember - nánari upplýsingarSelfoss 6. desember - nánari upplýsingarVestmannaeyjar 7. desember - nánari upplýsingarHöfn 8. desember - nánari upplýsingarEgilsstaðir 13. desember - nánari upplýsingarEskifjörður 14. desember - nánari upplýsingarVopnafjörður 15. desember - nánari upplýsingarÝdalir 16. desember - nánari upplýsingarVarmahlíð 18. desember - nánari upplýsingarÍsafjörður 20. desember - nánari upplýsingarTálknafjörður 21. desember - nánari upplýsingar
Jólin koma með Frostrósum Vinsælasta tónlistarviðburði á Íslandi og hinum sönnu jólatónleikum allra landsmanna.
↧
Frostrósir um landið
↧
Frostrósir um landið
Hringferð Frostrósa um landið
Hringferð Frostrósa um landið verður viðameiri en nokkru sinni fyrr í tilefni 10 ára afmælisins. Glæsilegir jólatónleikar Frostrósa verða að vanda settir upp í hátíðlegri og veglegri umgjörð um land allt. Tónleikastaðir verða 13 talsins og nú geta allir landsmenn sótt jólatónleika Frostrósa í heimabyggð eða næsta nágrenni.
Flytjendur í Hringferð Frostrósa um landið eru: Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Hera Björk, Margrét Eir og Vala Guðna. Með þeim syngja barna- og unglingakórar og félagar úr Stórhljómsveit Frostrósa leika undir stjórn Karls O. Olgeirssonar.
Frostrósir fljúga hringinn kringum landið og færa landsmönnum jólin 29. nóvember til 21. desember.
Tónleikastaðir: Ólafsvík 29. nóvember nánari upplýsingarAkranes 30. nóvember nánari upplýsingarReykjanesbær 2. desember - nánari upplýsingarSelfoss 6. desember - nánari upplýsingarVestmannaeyjar 7. desember - nánari upplýsingarHöfn 8. desember - nánari upplýsingarEgilsstaðir 13. desember - nánari upplýsingarEskifjörður 14. desember - nánari upplýsingarVopnafjörður 15. desember - nánari upplýsingarÝdalir 16. desember - nánari upplýsingarVarmahlíð 18. desember - nánari upplýsingarÍsafjörður 20. desember - nánari upplýsingarTálknafjörður 21. desember - nánari upplýsingar
Jólin koma með Frostrósum Vinsælasta tónlistarviðburði á Íslandi og hinum sönnu jólatónleikum allra landsmanna.
↧
↧
Frostrósir Akureyri
Einstakir norðlenskir Frostrósatónleikar á Akureyri
Stórsöngvarar Norðurlands sameinast Frostrósum á glæsilegum afmælistónleikum á Akureyri. Flutt verða öll vinsælustu lög Frostrósa á óviðjafnanlegum tónleikum.
Staður: Höllin AkureyriTónleikadagur: 17. desember kl. 21:00
Flytjendur verða Björg Þórhallsdóttir, Erna Hrönn, Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Guðrún Árný, Ína Valgerður, Hera Björk, Margrét Eir, Matti Matt, Óskar Pétursson og Vala Guðna.
Stórhljómsveit Frostrósa, Karlakór Akureyrar - Geysir, Vox Nordica, Kór Menntaskólans á Akureyri, Skólakór Hrafnagilsskóla, félagar úr Íslenska Gospelkórnum og Barnakór Frostrósa.
Tónlistarstjóri: Karl O. Olgeirsson - Stjórnandi: Árni Harðarson
Jólin koma með Frostrósum Vinsælasta tónlistarviðburði á Íslandi og hinum sönnu jólatónleikum allra landsmanna.
↧
Leitin að jólunum
Hið vinsæla aðventuævintýri Þjóðleikhússins.
Aðventuævintýri Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum, verður sýnt í desember sjötta leikárið í röð, en sýningin hefur jafnan notið mikilla vinsælda og hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins þegar hún var frumsýnd. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum.Hljóðfæraleikarar: Darri Mikaelsson og Vadim Federov.Sýningar á Leikhúsloftinu frá 27. nóvember.
Leikstjórn: Þórhallur SigurðssonBúningar: Þórunn Elísabet SveinsdóttirTónlist: Árni Egilsson, Davíð Þór JónssonLeikarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þórunn Erna Clausen, Ævar Þór BenediktssonGrímugerð: Stefán Jörgen Ágústsson.
↧
Jólasöngvar
Kór Langholtskirkju, Gradualekór Langholtskirkju og Táknmálskórinn undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur.
Stjórnandi: Jón Stefánsson
Einsöngvarar: Andri Björn Róbertsson, Eivør Pálsdóttir, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir.
Einsöngvari með Táknmálskórnum er Kolbrún Völkudóttir.
Þetta verða þrítugustu og fjórðu jólasöngvarnir við kertaljós og enn er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Fjölmargir geta ekki hugsað sér jólin án jólasöngvanna.
↧
↧
Baggalútur
Jólatónleikar Baggalúts eru órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum, fleytifullir af hátíðarsmellum, sykurhúðuðu jólapoppi og aðventugalsa.
Tvennir tónleikar verða í Háskólabíói 2. og 3. desember og sérlegir landsbyggðartónleikar þann 10. desember í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Ekki eyðileggja jólahátíðina að óþörfu, tryggið ykkur miða.
Baggalútur bestur í jólum.
↧
Jóla Trúðabíó
Grín og jólagleði í Gaflaraleikhúsinu
Gaflaraleikhúsið býður nú í fyrsta skipti upp á alveg einstakt samspil klassískra gamanmynda og leikhúss þar sem trúðahópur stjórnar bíósýningunni á sinn einstaka hátt. Þetta er sannkölluð töfrastund fyrir fjölskylduna þar sem hlátur og gleði ráða ríkjum í frábærri jóla og grínstemmningu.
Samspil trúðleiks og sýninga á klassískum gamanmyndum hefur verið vinsælt í Evrópu og Bandaríkjunum og er þetta í fyrsta skipti sem upp á það er boðið hér á landi. Trúðleikur hefur verið að festa rætur í íslensku leikhúsi og það er eitt af markmiðum Gaflaraleikhússins að skapa starfsgrundvöll fyrir íslenskt trúðleikhús í leikhúsinu.
Sýningar á Jóla Trúðabíói Gaflaraleikhússins verða helgarnar 10-11 desember og 17-18 desember og hefjast kl 14.00. Að lokinni sýningu er svo upplagt að heimsækja Jólaþorpið í Hafnarfirði sem er rétt hjá leikhúsinu.
↧
Baggalútur
Jólatónleikar Baggalúts eru órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum, fleytifullir af hátíðarsmellum, sykurhúðuðu jólapoppi og aðventugalsa.
Tvennir tónleikar verða í Háskólabíói 2. og 3. desember og sérlegir landsbyggðartónleikar þann 10. desember í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Ekki eyðileggja jólahátíðina að óþörfu, tryggið ykkur miða.
Baggalútur bestur í jólum.
↧
Jólatónleikar
Sinfóníuhljómsveit ÍslandsJólatónleikarHátíð fer að höndum ein
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson Einleikarar: Sólveig Steinþórsdóttir og Sölvi Kolbeinsson Einsöngvari: Kristjana Stefánsdóttir Sögumaður: Trúðurinn Barbara Kór: Skólakór Kársness, Þórunn Björnsdóttir KórstjóriNemendur úr Listdansskóla Íslands Leroy Anderson: JólaforleikurPjotr Tsjajkovskíj: kaflar úr HnotubrjótnumDarius Milhaud: Brazileira, úr ScaramoucheCamille Saint-Saëns: HavanaiseVinsæl jólalög
Það er einatt bros á hverju andliti á jólatónleikum Sinfóníunnar. Það er orðin árviss hefð að ungur og efnilegur einleikari stigi á stokk með hljómsveitinni, og þetta sinn urðu raunar tveir ungir tónlistarnemar fyrir valinu, fiðluleikari og saxófónleikari. Segja má að suðræn sveifla verði áberandi á tónleikunum, því Sölvi Kolbeinsson leikur brasilíska sömbu á saxófóninn sinn og Sólveig Steinþórsdóttir flytur seiðandi fiðlutóna frá Havana. Framhaldsnemendur úr Listdansskóla Íslands koma öllum í hátíðarskap með dönsum úr Hnotubrjótnum. Kristjana Stefánsdóttir syngur einsöng, og trúðurinn Barbara heldur utan um allt saman og sér til þess að bæði börn og foreldrar skemmti sér konunglega.
↧
↧
Jólatónleikar Vídalínskirkju 2011
Dikta og Of Monsters and men
Hinir árlegu jólatónleikar verða haldnir í Vídalínskirkju föstudaginn 16 desember (Uppselt) og laugardaginn 17. desember. Að þessu sinni koma fram Of monsters and men og Dikta.
Of monsters and men hafa verið að gera það gott á klakanum með sinni fyrstu breiðskífu sinni, My head is an animal. Sveitin hefur átt vinsælasta lag árisins án nokkurs vafa, lagið Little talks.
Diktu þarf ekki að kynna fyrir neinum en sveitin er nú í Nóvembermánuði að senda frá sér sína fjórðu breiðskífsskífu sem ber nafnið Trust me.
Tónleikarnir eru órafmagnaðir
↧
Elsku barn
Nístandi saga um sannleika og lygi
Ung móðir er sökuð um að hafa myrt börn sín tvö. Þó er alls ekki ljóst hvort um morð er að ræða eða sorglegt slys. Málið vekur athygli almennings og áhuga hinna ólíklegustu aðila. Leikritið er byggt á opinskáum viðtölum við alla aðila málsins.
Engu hefur verið bætt við og allt er orðrétt haft eftir. Hvert er eðli sannleikans? Veldur í raun hver á heldur? Er hægt að lifa með ófyrirgefanlegum glæp? Er hægt að hreinsa manneskju af glæp sem ekki var framinn? Hvert er gjaldið fyrir réttlæti?
Elsku barn er nístandi leikrit sem fjallar um óbærilegan sársauka og lætur engan ósnortinn. Hér er á ferð heimildaleikrit sem fjallar um tilraunir fólks til að leita sannleikans. í þeirri mögnuðu leit komumst við á snoðir um margvíslega birtingarmynd lyginnar.
Dennis Kelly (1970) er í hópi fremstu leikskálda Breta um þessar mundir og hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem eitt áhugaverðasta leikskáld Evrópu. Frá árinu 2003 hefur hann skrifað alls átta leikrit, m.a. Love and Money sem var tilnefnt til Olivier verðlaunanna og Munaðarlaus sem sýnt var hér á landi síðasta vetur við góðar undirtektir.
↧
Jólatónleikar 3 Voices & Beatur
3 Voices & BeaturJólatónleikar 17 desember.
3 Voices & Beatur hófu sitt samstarf sem jólaraddband á götum Reykjavíkurborgar og hafa komið víða við á sínum fáu árum sem hljómsveit. Fyrir rétt rúmu ári fluttu þau búferlum til Óslóborgar til að reyna fyrir sér erlendis og hefur ýmislegt á þeirra daga drifið. Svo lítið eitt sé nefnt hafa þau sungið fyrir samkomum ýmissa fyrirtækja þar í landi, stórra og smárra, þau hafa troðið upp á tónleikum með þýsku metsöluhljómsveit The Baseballs, rafstúlknahljómsveitinni The Machinebirds og mörgum fleiri. Þau hafa sungið á snekkjum og ferjum og í flugvélum og glatt margan Norðmanninn. Nú síðast gerðu þau nýja jólaplötu fyrir Noregsmarkað, einskonar endurgerð á þeirri fyrri, sem hefur rokið út eins og heitar lummur og það virðast engin takmörk á möguleikum þessarar litlu íslensku hljómsveitar.
3 Voices & Beatur munu svo færa út kvíarnar á næstu mánuðum og eru þau að vinna að tveimur sýningum sem verða meðal annars sýndar í stóra óperuhúsinu í Ósló.
Þó svo að 3 Raddir & Beatur séu flutt til Óslóar finnst þeim jólin heldur fátækleg ef þeirra árlegu jólatónleikar á Íslandi yrði ekki lokaskrefið í jólaundirbúningi þeirra. Þetta er orðin ómissandi hefð í þeirra hugum sem og margra landsmanna, svo komið og njótið ljúfra jólatóna, glens og gríns í góðra vina hópi á síðustu metrum jólaundirbúningsins.
↧
Jólatónleikar
Sinfóníuhljómsveit ÍslandsJólatónleikarHátíð fer að höndum ein
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson Einleikarar: Sólveig Steinþórsdóttir og Sölvi Kolbeinsson Einsöngvari: Kristjana Stefánsdóttir Sögumaður: Trúðurinn Barbara Kór: Skólakór Kársness, Þórunn Björnsdóttir KórstjóriNemendur úr Listdansskóla Íslands Leroy Anderson: JólaforleikurPjotr Tsjajkovskíj: kaflar úr HnotubrjótnumDarius Milhaud: Brazileira, úr ScaramoucheCamille Saint-Saëns: HavanaiseVinsæl jólalög
Það er einatt bros á hverju andliti á jólatónleikum Sinfóníunnar. Það er orðin árviss hefð að ungur og efnilegur einleikari stigi á stokk með hljómsveitinni, og þetta sinn urðu raunar tveir ungir tónlistarnemar fyrir valinu, fiðluleikari og saxófónleikari. Segja má að suðræn sveifla verði áberandi á tónleikunum, því Sölvi Kolbeinsson leikur brasilíska sömbu á saxófóninn sinn og Sólveig Steinþórsdóttir flytur seiðandi fiðlutóna frá Havana. Framhaldsnemendur úr Listdansskóla Íslands koma öllum í hátíðarskap með dönsum úr Hnotubrjótnum. Kristjana Stefánsdóttir syngur einsöng, og trúðurinn Barbara heldur utan um allt saman og sér til þess að bæði börn og foreldrar skemmti sér konunglega.
↧
↧
Sælustund í Skammdeginu
Stundum er minna meira. Sérstaklega þegar kemur að jólunum. Stundum þarfnast maður bara einlægni, hlýju, einfaldleika og kósýheita frekar en íburðar, stjörnufans, 300 tonna af gervisnjó og ljósashow sem veldur flogum.
Ef þú vilt eitthvað einfalt, ljúft, fallegt og laust við tilgerð, haltu þá endilega áfram að lesa.
Hin dásamlega árlega Sælustund í Skammdeginu verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardagskvöldið 17. desember næstkomandi kl. 21. Þar koma fram sætir og krúttlegir listamenn og syngja falleg lög án allra aukaefna. Ekkert músíkalskt MSG, Aspartan eða Rotvarnarefni. Bara hreint, ómengað jólaskap og gleði.
Fram koma m.a.:
Karítur Íslands og Hilmar Örn, Svavar Knútur, Anna Jónsdóttir Sópran, Ylja, Myrra Rós, Low Roar
Jólaljóð verða lesin og sungið saman
Miðaverð fyrir öll herlegheitin aðeins 2.500 kr. og ókeypis fyrir börn í fylgd með foreldrum.
Á Sælustund í Skammdeginu verður blandað saman söng, hugvekjum og sögum og minnt á allt hið góða og fagra, sem er ekki gagnslaust, nú á dimmasta tíma ársins. Listafólkið mun syngja og leika bæði saman og hver sveit og listamaður fyrir sig. Áherslan verður lögð á hlýju og mannlega nærveru, þar sem áhorfendur munu ekki síður spila mikilvægt hlutverk.
Karítur Íslands eru skipaðar ungmeyjum úr Biskupstungum og víðar að og hafa þær flestar starfað saman í rúman áratug. Karíturnar hafa m.a. sungið með Megasi, Ragga Bjarna, Diddú, Mugison og fleiri landsþekktum listamönnum við gríðargóðar undirtektir. Þær hafa komið fram á Listahátíð í Reykjavík, Iceland Airwaves og Myrkum músíkdögum.
Svavar Knútur hefur undanfarin ár notið vaxandi vinsælda sem söngvaskáld og m.a. sungið með sinfóníuhljómsveit Íslands, Gunnari Þórðarsyni og mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins. Önnur sólóplata Svavars Amma er kom út í fyrra og hlaut frábærar viðtökur, en í ár gaf hann út dúettaplötu með Kristjönu Stefánsdóttur sem heitir Glæður.
Stjarna Myrru Rósar hefur risið hærra og hærra undanfarin misseri og hefur hún verið afskaplega bjartur ljómi í hópi íslenskra söngvaskálda. Hefur hún verið leiðandi í tónleikahaldi og nýtur mikillar aðdáunar fyrir falleg lög og frábæra söngrödd.
Anna Jónsdóttir Sópran hefur getið sér gott orð fyrir fallegan og tilfinningaríkan söng undanfarin ár og hefur vegferð hennar farið sívaxandi í íslensku sönglífi. Anna gaf nýlega út plötuna móðurást til heiðurs móður sinni, sem vill svo til að er amma Svavars Knúts.
Krakkarnir í Ylju hafa líka verið að gera það gott undanfarin ár, með mikilli spilagleði og skapandi vinnu. Það er frábært að sjá hvað þeim hefur gengið vel og vöktu þær mikla lukku á Melodicu hátíðinni í sumar. Yljusysturnar Bjartey og Guðný Gígja eru stórskemmtilegar og raddirnar þeirra hljóma yndislega saman!
Low Roar er listamannsnafn bandaríska tónlistarmannsins Ryans Karazija. Ryan flutti til Íslands fyrir ári og tók upp plötu heima í stofu hjá sér sem hefur fengið frábærar viðtökur hér á landi sem og erlendis.
↧
Gus Gus
Jón Jónsson og GusGus kynna með stolti og sturlun.
Síðustu tónleikar GusGus ... (á árinu).
Heitari og eitraðari Ferskari og hressari Dýpri og dansvænni
... fyrir unga sem aldna, allt frá herra Ólafi Ragnari til Ingva Hrafns !
Gus Gus blæs í lúðra þann 17. desember á NASA.
Það er óhætt að segja að nýjasta afurð hljómsveitarinnar, Arabian Horse hefur farið sigurför um heiminn síðan hún kom út á þessu herrans ári.
Bandið hefur aldrei verið eins skothelt á sviði með þremur af bestu söngvurum landsins í sókninni ... Urður Hákonardóttir Daníel Ágúst Haraldsson Högni Egilsson
Svo skipa vörnina þeir allra hörðustu í hljóðheimi raftónlistarinnar President Bongo Biggi Veira
Hljómsveitin hefur staðið í ströngu á síðastliðnum misserum og spilað víðsvegar um heim við frábærar viðtökur. Arabian Horse hefur fengið afbragðs dóma og er mest selda breiðskífan á hinu virta plötufyrirtæki : Kompakt, frá Köln í Þýskalandi.
Að upplifa Gus Gus á NASA er ógleymanlegt og ætti að koma flestum í rétta jólagírinn. Tónleikar sem þessir seljast upp á skot stundu svo tryggðu þér miða sem allra fyrst á midi.is.
Hús opnar kl 21:00 með DJ Margeiri en Gus Gus fer stundvíslega á svið kl 22:30.
Með vinsemd, virðingu og algjörri sturlun- Jón Jónsson
20 ára aldurstakmark.
↧
Leitin að jólunum
Hið vinsæla aðventuævintýri Þjóðleikhússins.
Aðventuævintýri Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum, verður sýnt í desember sjötta leikárið í röð, en sýningin hefur jafnan notið mikilla vinsælda og hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins þegar hún var frumsýnd. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum.Hljóðfæraleikarar: Darri Mikaelsson og Vadim Federov.Sýningar á Leikhúsloftinu frá 27. nóvember.
Leikstjórn: Þórhallur SigurðssonBúningar: Þórunn Elísabet SveinsdóttirTónlist: Árni Egilsson, Davíð Þór JónssonLeikarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þórunn Erna Clausen, Ævar Þór BenediktssonGrímugerð: Stefán Jörgen Ágústsson.
↧
Leitin að jólunum
Hið vinsæla aðventuævintýri Þjóðleikhússins.
Aðventuævintýri Þjóðleikhússins, Leitin að jólunum, verður sýnt í desember sjötta leikárið í röð, en sýningin hefur jafnan notið mikilla vinsælda og hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins þegar hún var frumsýnd. Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og saman leiða þeir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og í nútímanum.Hljóðfæraleikarar: Darri Mikaelsson og Vadim Federov.Sýningar á Leikhúsloftinu frá 27. nóvember.
Leikstjórn: Þórhallur SigurðssonBúningar: Þórunn Elísabet SveinsdóttirTónlist: Árni Egilsson, Davíð Þór JónssonLeikarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafur Egill Egilsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þórunn Erna Clausen, Ævar Þór BenediktssonGrímugerð: Stefán Jörgen Ágústsson.
↧
↧
Ólafur Arnalds
Ólafur Arnalds hefur verið meðal áhugaverðustu tónlistarmanna landsins síðan frumburður hans, Eulogy for Evolution, kom út árið 2007. Hann blandar saman strengjum, píanói og rafmögnuðum áhrifum svo úr verður nýstárleg og forvitnileg súpa klassísks popps. Síðan 2007 hefur Ólafur gefið út tvær breiðskífur, þrjár stuttskífur, samið tónlist fyrir tvær bíómyndir og spilað um 300 tónleika út um allan heim - allt frá Ameríku til Evrópu og jafnvel Asíu - til að kynna tónlist sína og hefur hann þannig skapað sér góðan sess í alþjóðlegu tónlistarlífi.
Ólafur spilar á tónleikum í Hörpu þann 17. Desember og mun þar fara yfir það helsta af sínum stutta en viðburðaríka ferli og mun þar verða sérhannað ljósa og vídjó-show Ólafs sem hefur vakið mikla athygli á tónleikum hans erlendis.
↧
Galdrakarlinn í Oz
Galdrakarlinn í OzÆvintýri í öllum regnbogans litum
Galdrakarlinn í Oz er einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Sígilt ævintýri um Dóróteu sem leggur upp í langferð til Gimsteinaborgarinnar handan regnbogans.
Raunveruleikinn er grár og tilbreytingarlaus, fólk vinnur mikið og brosir sjaldan í Kansas þar sem Dóratea býr hjá frænku sinni og frænda. Hún þráir eitthvað annað, stórkostlegra og ævintýralegra, hana dreymir um landið handan regnbogans. Dag nokkurn gerir ofsaverður og hvirfilbylur feykir henni til ævintýralandsins Oz þar sem allt getur gerst. Dórótea er þó ekki fyrr komin en hún uppgötvar að hana langar aftur heim. Aðeins Galdrakarlinn í Gimsteinaborg getur hjálpa henni þangað. Á leið sinni til hans eignast hún þrjá vini, fuglahræðuna sem hefur engan heila, ljónið sem skortir hugrekki og tinkarlinn sem vantar hjarta. Saman lenda þau í ótal ævintýrum þar sem við sögu koma góða Norðan nornin, vonda Austannornin og urmull af vættum og kynjaverum; valmúa, sjónfólk, landsfeður, krútt, pússarar, töffarar, vinkar, draugar og fl.
Ævintýrið um Galdrakarlinn í Oz er í tölu frægustu og útbreiddustu barnabóka heims. Höfundurinn Frank Baum (1856-1919) skrifaði fjölda bóka um landið Oz og íbúa þess.
↧
Borgardætur
Hinir árlegu jólatónleikar Borgardætra á Rósenberg. Að þessu sinni eru ráðgerðir 4 tónleikar, dagana 14. - 17. desember.
Með dætrunum leikur að venju tríóið Þorpsbúar; Eyþór Gunnarsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Magnús Trygvason Elíassen á trommur.
Á efnisskrá eru jólalög úr ýmsum áttum, gamanmál og óvæntar uppákomur.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21 öll kvöldin.
Borðapantanir á Rósenberg.
↧